Fáliðunarstefna Krílakots

Viðmið vegna lágmarksmönnunar leikskóla Dalvíkurbyggðar
Markmið með viðmiðunum er að tryggja öryggi og námsaðstæður nemenda og starfsumhverfi
starfsmanna. Um neyðarráðstöfun er að ræða. Ef upp koma aðstæður í skólum að fjarvera
starfsmanna er það mikil að stjórnendur telja öryggi nemenda ekki tryggt og ábyrgð starfsmanna of mikil þarf að grípa til eftirfarandi aðgerða:


Ástæður:
Á ákveðnum tímum geta fjarvistir starfsmanna orðið verulegar og geta ástæður fjarverunnar verið,
til dæmis vegna:
• Veikinda starfsmanna.
• Veikinda fjölskyldumeðlima.
• Vegna lokunar leik- og grunnskóla vegna faraldurs.
• Önnur tilfallandi forföll starfsmanna

Aðgerðaráætlun
Áður en nemendur eru sendir heim:
1. Nemendur og starfsfólk færð á milli deilda til að jafna barngildi og tryggja þannig öryggi
nemenda og að hvergi sé undirmannað
2. Starfsfólk kallað í vinnu utan vinnutíma, beðið um að koma fyrr eða vinna lengur.
3. Leikskólakennarar og aðrir sem eiga lögbundinn rétt á undirbúningstíma beðnir um að vinna
undirbúningtíma utan vinnutíma og fá hann greiddan í yfirvinnu.

Síðasta aðgerð fáliðunarstefnu er að senda nemendur heim.

Viðmið þegar nemendur eru sendir heim

Senda verður ákveðinn fjölda nemenda heim úr skólanum og miðast fjöldinn við þau barngildi sem Dalvíkurbyggð ákvarðar á hvern starfsmann. Hver starfsmaður ber ábyrgð á ákveðnum fjölda nemenda. Fjöldi nemenda sem sendur er heim ræðst af fjölda þeirra starfsmanna sem eru fjarverandi og aldri nemenda að undangengnu mati á fjarveru starfsmanna í öllum skólanum og mögulegu samstarfi á milli deilda. Viðmið um fjölda nemenda á hvern starfsmann eru:

  • 1 árs – 4 nemendur.
  • 2 ára – 5 nemendur.
  • 3 ára – 6 nemendur.
  • 4 ára – 8 nemendur.
  • 5 ára – 10 nemendur.

Samskipti við foreldra:

Hringt verður í þá foreldra sem þurfa að sækja börn sín. Skólastjóri og/eða staðgenglar sjá um að hafa samband.

Reynt er að haga málum þannig að systkini fari heima sama daginn.

Samskipti við fræðslusvið:

Skólastjóri og/eða staðgenglar tilkynna fræðslusviði um aðgerðir samkvæmt viðmiðum þessum.

Foreldrar greiða ekki náms- og fæðisgjald fyrir þann tíma sem þjónusta fellur niður.

 

Samþykkt í fræðsluráði 13. september 2023

Samþykkt í sveitastjórn 19. september 2023